Karfan þín

Karfan þín er tóm

Fara aftur á forsíðu

Ásetningur fyrir árið

4.500 kr

Viltu sjá hvernig ég set mér ásetning fyrir árið?

Í þessu stutta einfalda námskeiði segi ég þér frá hvernig ég nota ásetning í upphaf hvers árs til að hafa áhrif á og móta líf mitt, setja mér raunhæf markmið með því að fara inn á við og skoða hvað það er sem ég raunverulega vil áorka og hvernig mig langar að líða.

- Ég fjalla um ásetninginn og áhrifamátt hans í þremur stuttum fyrirlestrum (um 10-13 mín hver).

- Þú færð hugleiðslu sem leiðir þig áfram í að skrifa þinn ásetning

- Ég sýni þér myndband af því hvernig ég geri ofur einfalt óskapsjald þar sem ég tjái ásetinginn myndrænt með úrklippum í dagbókina mína. 

- Á næsta ári 2024 mun ég gera nýtt óska/draumapsjald með öðrum hætti og bæta  við í námskeiðið þitt án auka kostnaðar fyrir þig.

Hoppaðu endileg um borð og settu niður þinn ásetning fyrir árið 2023 . Ég á erfitt með að lýsa því hvað þetta einfalda verkfæri hefur nýst mér vel í lífinu. 


Algengar spurningar:

Hvenær get ég byrjað á  námskeiðinu?

Þú færð aðgang að námskeiðinu um leið og kaupin eiga  sér stað. Ath að það getur tekið nokkrar mínútur fyrir aðganginn að berast með tölvupósti en ef líður meira en klukkustund skaltu hafa samband við mig á salarlist@gmail.com

Hvað hef ég aðgang að  námskeiðinu lengi?

Það er líftíma aðgangur að námskeiðinu sem þýðir svo lengi sem ég held út rafrænum námskeiðum sem er amk nokkur ár mun þú hafa aðgang  að þessu námskeiði. 

Hvað þarf ég að eiga til að geta gert ásetninginn myndrænan?

Það er gott að eiga dagbók, karton eða þykkt blað, lím, skæri og tímarit (eða litaprentara til að prenta út myndir af netinu).  


Það geta allir tekið þátt,

Engrar reynslu af málun eða teiknun er krafist til þátttöku á námskeiðum

Hefur þig alltaf langað að mála? Hlustaðu á hjartað.

Ásetningur fyrir árið

Ásetningur fyrir árið

4.500 kr