Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

Draumakort fyrir árið 2024 (Vision board)

Draumakort fyrir árið 2024 (Vision board)

Venjulegt verð 5.000 ISK
Venjulegt verð 6.000 ISK Söluverð 5.000 ISK
Útsala Uppselt

Hvernig líf viltu skapa þér 2024?

Í þessu stutta einfalda netnámskeiði sýnir Kristín Berta þér hvernig þú getur notað ásetning í upphafi hvers árs til að hafa áhrif á og móta líf þitt, setja þér raunhæf markmið með því að fara inn á við og skoða hvað það er sem þú vilt stefna að í lífi og líðan. 

Hér færðu að kynnast verkfæri sem hjálpar þér að taka aukna ábyrgð á eigin lífi og stýra því í rétta átt. Það er að koma nýr áhringur og með honum koma ný tækifæri til að móta og skapa lífið þitt. Hvernig tilfinningar viltu finna oftar? Hvað er það sem færir þér þessar tilfinningar? Ertu með drauma sem þig langar að hrinda í framkvæmd?

Nú er tækifærið til að setjast niður með þér og velta fyrir þér hvaða skref þú vilt taka á nýju ári fyrir þitt líf. Farðu á stefnumót með ÞÉR og kíktu innávið og skapaðu þitt Draumakort fyrir árið 2024. 

 

Skoða allar upplýsingar

Hvað færðu í námskeiðinu?

- Fjallað er um ásetning og áhrifamátt hans í þremur stuttum fyrirlestrum (um 10-13 mín hver).

- Þú færð hugleiðslu sem leiðir þig áfram í að skrifa þinn ásetning

- Þú færð myndband af því hvernig gera má ofur einfalt draumakort þar sem hægt er að tjá ásetninginn myndrænt með úrklippum á blað eða í dagbókl

- Þú færð hugmynd af því hvernig þú getur viðhaldið ásetningnum og nært hann með reglulegri iðkun í listdagbók.

-Fjallað er um ásetning fyrir fjölskyldur til að þétta fjölskylduböndin og þú færð að sjá hvernig hægt er að gera mandölu með ásetningi með fjölskyldunni þinni.

- Lesin og skrifuð (PDF) hugleiðsla fyrir mandölu ásetning með fjölskyldum og einfaldari útgáfa af sömu hugleiðslu fyrir yngri fjölskyldumeðlimi.

Algengar spurningar

Hvenær get ég byrjað á  námskeiðinu?

Þú færð aðgang að námskeiðinu um leið og kaupin eiga  sér stað og býrð til þinnn aðgang að kennslusvæði hjá Sálarlist. Námskeiðið er rafrænt og þú tekur það á þínum hraða þegar þér hentar. Þú getur því byrjað hvenær sem þú hefur tíma.

Hvað hef ég aðgang að  námskeiðinu lengi?

Það er líftíma aðgangur að námskeiðinu sem þýðir svo lengi sem ég held út rafrænum námskeiðum sem er amk nokkur ár munt þú hafa aðgang  að þessu námskeiði. 

Hvað þarf ég að eiga til að geta gert draumakort?

Það er gott að eiga dagbók, karton eða þykkt blað, lím, skæri og tímarit (eða litaprentara til að prenta út myndir af netinu).  Ef þú vilt ekki gera klippimynd mæli ég með að nota eitthvað af eftirfarandi: litaða penna, vatnsliti, tréliti eða tússliti. (Vatnsleysanlegri trélitir eru í uppáhaldi hjá mér).

Magnað verkfæri sem hjálpar þér að móta líf þitt og taka skref...

Það er erfitt með að lýsa því hvað þetta einfalda verkfæri getur nýst vel til að skapa lífið þitt og beina því í þann farveg sem þú kýst. Með því að iðka það að setja niður ásetning verður þú leikstjórinn í eigin lífi.

Stökktu á tækifærið og settu niður þinn ásetning fyrir árið 2024 .

Kaupa núna