Hvar:
Fjarðargata 13-15 - 2. hæð. í horninu á móti Spánarheimilum
Hvenær:
NÁNAR AUGLÝST SÍÐAT
Jóga nidra er í senn æfing í djúpslökun og hugleiðslu. Líkaminn slakar á og kennarinn leiðir vitundina inná við þegar þú hlustar á leiðbeiningar hans, svipað og í leiddri hugleiðslu. Það eina sem þú þarft að gera er að koma þér þægilega fyrir í liggjandi stöðu.
Í jóga nidra er meðvitundin milli svefns og vöku. Í ástandinu þar sem okkur er kannski farið að dreyma en við heyrum samt ennþá í umhverfinu. Það er fullkomið ástand til að nema eitthvað nýtt til að búa til nýjar taugabrautir og brjóta gamlar venjur.
Sumir sem koma í yoga nidra sofna í fyrstu skiptin og það er fullkomlega í lagi. Stundum þarf maður bara auka klukkutíma til að sofa. Markmiðið hjá þeim sem stunda jóga nidra reglulega er hins vegar að vera með vakandi athygli í þessu ástandi. Út úr því er hægt að fá djúpa nærandi hvíld sem sagt er að jafnist á við 4 klukkustunda svefn.
Kristín Berta er lærður jóga kennari og jóga nidra kennari
Vertu hjartanlega velkmomin/n