Karfan þín

Karfan þín er tóm

Fara aftur á forsíðu

Innsæismandala og slökun

7.500 kr

Hvenær:

Nánar auglýst  síðar

Hvar:

Fjarðargata 13-15, 2.hæð, Hafnarfirði

Þú lærir að gera einfalda innsæis mandölu og Kristín Berta leiðir þig svo inn í slökun í seinni hluta tímans.

Skemmtileg leið til að leyfa sköpunarkraftinum að flæða í þægilegri stemningu.

Engin þörf á teiknikunnáttu. Opinn hugur, áhugi og leikgleði er allt sem þú þarft.

Vertu  búin  að næra þig snemma þetta kvöld og komdu í þægilegum fötum svo þér líði sem allra  best!

Leiðbeinandi er Kristín Berta hjá Sálarlist

Klínískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, kennari í listsköpun með ásetningi, kennari í núvitundarsköpun og jógakennari.

Kristín Berta tekur vel á móti þér!

 

Umsagnir

Takk fyrir mig, þetta var yndislegt. Mér leið mun betur þegar ég fór en þegar ég kom. Svo skemmir ekki hvað rýmið er fallegt og notalegt.  Þó það sé ekki langt síðan ég var á netnámskeiðinu hjá Kristínu Bertu þá var ég búin að gleyma þessu góða verkfæri sem innsæismandalan er. Hlakka til að nota það meira. Hlakka til að koma aftur. 

-Helena Víðisdóttir-

 
Dásamleg kvöldstund sem einkenndist af svo miklum friði og ró. Ég náði að tengjast sjálfri mér betur en ég hef gert í langan tíma! Hlakka til næst <3"

 -Kristín B. Sigurðardóttir-

Það geta allir tekið þátt,

Engrar reynslu af málun eða teiknun er krafist til þátttöku á námskeiðum

Hefur þig alltaf langað að mála? Hlustaðu á hjartað.

Innsæismandala og slökun

Innsæismandala og slökun

7.500 kr