Karfan þín

Karfan þín er tóm

Fara aftur á forsíðu

Fyrir hverja?

Námskeiðin hjá Sálarlist eru flest rafræn og  eru fyrir alla sem afa áhuga  á að gera  sköpun hærra undir höfði í sínu lífi og nota sköpun sem sjálfsrækt. Ég vinn fyrst og fremst með hugarfar til eigin sköpunnar, innri gagnrýnandann og það að leyfa sér að skapa fyrir ferlið en ekki útkomuna. 
Þú ert á réttum stað ef eitthvað af  eftirfarandi á  við um þig:
1. Þú hættir öllu “kroti” í barnaskóla þegar þú fórst að bera þig saman við aðra og taldir að þú hefðir bara ekki “hæfileika” til að mála eða teikna. Þú fórst að bera þig saman við þá sem höfðu auga fyrir hlutföllum og gátu teiknað "raunverulega".
2. Þú  elskar  að skapa en gerir  minna af  því en þú vildir  og vilt læra leiðir  til  að kveikja  á sköpunarkraftinum og viðhalda honum. 
3. Þú skapar  reglulega  en innri gagnrýnandinn situr ávallt á  öxlinni á þér  og ef  útkoman er ekki nógu góð finnurðu fyrir uppgjöf.
4. Þú fórst í alls konar myndlistaskóla og lærðir margt en finnst erfitt að sleppa  tökunum og vera í flæði. (Ferð alltaf upp í hausinn og að  hugsa um útkomuna). 
5. Þú vilt búa til meira pláss fyrir sköpun í þínu lífi og nota hana sem tæki til að komast nær þér, rækta  sjálfið og vera í núvitund.  
6. Þú vilt næra andann með sköpun og  læra að njóta ferlisins að skapa.
Við fáum svo mikið af alls konar skilaboðum um listsköpun í gegnum æfina og hættum oft í æsku að treysta því hvernig við sköpum frá náttúrunnar hendi. Við trúum því að til að svo mikið sem íhuga það að mála verðum við að að fá alveg sérstaka þjálfun. Þetta er fjarri því að vera rétt. Við megum öll mála. Við megum mála, krassa, sulla og það þarf ekki að verða til málverk sem við setjum á vegg. Við þurfum  bara að byrja og  læra að sleppa tökunum á innri gagnrýnandanum og leyfa innsæi og sköpunargleðinni að leiða  okkur áfram. 
Þegar  þú byrjar að iðka sálarlist ferðu að læra  að elska  sálarlistina þína smám saman og það fer jafnvel að gerast stundum að eitthvað sem hefur alveg sérstaka þýðingu fyrir þig og er svo fallegt í þínum huga að það á bara vel heima í stofunni ef þú segir að það eigi heima þar!
Það eru engin  takmörk fyrir því hvert þú getur stefnt með rétta hugarfarið. 
Það mega allir mála  og skapa sem vilja og það geta það allir á sinn hátt.
Ég leiði þig í gegnum allt ferlið skref fyrir skref.
Stígðu út fyrir rammann, slepptu takinu, hafðu gaman, málaðu, dútlaðu, skrifaðu og teiknaðu  fyrir þína sálarheill!
Hjartans  kveðja
Kristín Berta Guðnadóttir