Karfan þín

Karfan þín er tóm

Fara aftur á forsíðu

Fyrir hverja?

Námskeiðin eru fyrir alla! Mín ástríða er að rétta pensilinn þér sem hefur aldrei málað áður. Þér sem hættir öllu “kroti” í barnaskóla þegar þú fórst að bera þig saman við aðra og taldir að þú hefðir bara ekki “hæfileika” til að mála eða teikna. Þú fórst að bera þig saman við þá sem höfðu auga fyrir hlutföllum og gátu teiknað fiðrildi nokkurn veginn þannig að það sæist að um væri að ræða fiðrildi!
 
Við fáum svo mikið af alls konar skilaboðum um listsköpun og hættum þegar við erum lítil börn að treysta því hvernig við sköpum frá náttúrunnar hendi. Við trúum því að til að svo mikið sem íhuga það að mála verðum við að að fá alveg sérstaka þjálfun. Þetta er fjarri því að vera rétt. Við megum öll mála. Við megum mála, krassa, sulla og það þarf ekki að verða til listmunur sem við setjum inn í stofu. Stundum gerist það hinsvegar að við sköpum eitthvað sem hefur alveg sérstaka þýðingu fyrir okkur og er svo fallegt í okkar huga að það á bara vel heima í stofunni ef við segjum að það eigi heima þar!
Þú þarft ekki að hafa reynslu af að mála eða teikna (reynslumiklir geta þó líka haft mjög gaman af þessari nálgun). Það mega allir mála sem vilja og það geta það allir á sinn hátt. Ég leiði þig í gegnum allt ferlið skref fyrir skref.
Stígðu út fyrir rammann, slepptu takinu, hafðu gaman, málaðu!
Kristín Berta