Karfan þín

Karfan þín er tóm

Fara aftur á forsíðu

Verkin mín

 

Þú getur skoðað mína listsköpun á síðunni apolloart.is þar sem fjölmargir íslenskir listamenn úr ýmsum áttum sýna og selja verkin sín. 

Fyrir mér er listsköpun heilandi athöfn. Ég bý til andrúmsloft þegar ég mála þar sem ég fæ tækifæri til  að fara inn á við, nær mínum kjarna og skapa í núvitund. Ég nota náttúruna sem innblástur og tek gjarnan með mér liti og blöð út í  móa og  skapa mína  sálarlist þar. Ég viðheld tengingunni við sköpunarkraftinn með því að leyfa mér að rissa í dagbækur alls konar dútl án þess að hafa áhyggjur af útkomunni, leyfi innsæinu að stýra og skapa gjarnan í kjölfar hugleiðslu. Þannig  viðheld ég sköpunarkraftinum, fæ  ég hugmyndir og löngun til að skapa svo síðar stærri verk. Þegar ég er í tengingu við sköpunarkraftinn færir það mér orku, gleði, ástríðu og lífskraft. Í þeim  krafti verður auðveldara  að vera skapa það líf sem ég vil lifa hvern dag.  Í  meðvitund, tengingu við sjálfið og nær hjartanu.