Málverkin

Kristín Berta er fædd 1978 og uppalin í Reykjavík en á ættir að rekja vestur á land. Hún sótti fjölmörg námskeið sem barn, unglingur og ung kona í myndlist hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún hefur einnig sótt námskeið í olíumálun meðal annars hjá Þorra Hringssyni í Myndlisaskóla Reykjavíkur, Þuríði Sigurðardóttur, Rúnu Gísladóttur sem rak myndlistarskólann Myndmál, Einari Hákonarsyni og Hermanni Árnasyni á myndlistarnámskeiðum í Reykjanesbæ. Eftir að Kristín Berta fór að mála með akrýlmálningu og blandaðri tækni hefur hún sótt fjölmörg námskeið erlendis hjá hinum ýmsu kennurum.

Verk eftir Kristínu Bertu

Sýningar

Kristín Berta hélt sýna fyrstu einkasýningu "Undir bláhimni" í Jónshúsi í Danmörku þá 20 ára gömul. Sýningarnar urðu ekki fleiri því smám saman hætti hún að mála. Hún áttaði sig ekki á því hvað það hafði mikla sorg í för með sér að leggja pensilinn til hliðar fyrr en löngu seinna. Hún tók pensilinn upp aftur fyrir alvöru fyrir 9 árum síðan til að koma sér í gegnum erfiða tíma í kjölfar veikinda ástvina og ástvina missi. Við það að byrja að mála aftur ryfjaðist upp hvað það var sem innst inni heillaði hana við myndlistina: Ró, flæði og sköpunargleði en einnig tenging við sjálfið og þennan lífskraft sem sköpunarkrafturinn er. Árið 2022 hélt hún svo aðra einkasýningu sem bara titilinn "Blómstur í djúpri sorg" og sýndi þar verk gerð á árinu 2021-2022 í sorg eftir ástvinamissi. Sýningin var haldin til heiður systrum Kristínar Bertu sem báðar voru mjög skapanda en þurftu að kveðja þennan heim allt of snemma.

Innblásturinn og sköpunarferlið

"Verkin mín eru alls konar því lífið er alls konar! Ég fæ innblástur í náttúrunni og eru þá blóm og tré þar ofarlega á listanum. Ég hef að auki alltaf verið heilluð af því hvernig orð og myndir geta unnið saman.

Að skrifa og mála eru tjáningarform sem vega hvort annað upp.

Þegar ég nálgast nýtt verk hef ég sjaldan skýra hugmynd um hvað á að gerast. Þess í stað læt ég litina og formin leiða mig, hlusta á það sem málverkið vill segja og leyfi því að tala til mín á sínu einstaka tungumáli. Stundum eru myndirnar sem koma fram fullar af orku og lífi en stundum bera þær með sér mýkt og ró eins og þær hvísli leyndarmál sem aðeins gaumgæfasti áhorfandi getur fundið fyrir.

Á meðan ég vinn finn ég oft að ég dregst að ákveðnum orðum eða textabrotum sem virðast fanga kjarnann í því sem málverkið er að reyna að segja.

Ég skrifa þau niður í minnisbók og jafnvel inn í málverkið sjálft og leyfi þeim að síast inn í verkið og orkuna í kringum mig. Þegar málverkinu er lokið sest ég niður með dagbókina mína, horfi á verkið og byrja að skrifa út frá því sem kemur til mín. Ef það er texti eða skilaboð með myndinni kemur hann alltaf áreynslulaust til mín.

Hvert málverk segir sína sögu eða kemur með skilaboð og ef ekkert kemur til mín veit ég að litirnir og myndirnar vilja fá að standa ein og sér án texta.

Mjög oft skapa ég líka með ásetning um eitthvað sérstakt. Þá skrifa ég ásetninginn á strigann í byrjun og sé svo hvað vill koma. Þá er ég með ákveðna orku í huga og ég veit þá að sá sem einhverntíman mun fá verkið þarf einmmitt þá orku eða þann ásetning inn í líf sitt.

Mér finnst það svo fallegt hvernig verkin mín rata alltaf heim í rétta hjartað."

- Kristín Berta Guðnadóttir -

  • Bjartari dagar

    Er það ekki dásemdin ein?
    Þegar morgunsólin laumar sér inn í daginn
    eftir snjóþungan vetur?
    Himininn gylltur og fullur af von,
    um bjartari daga.

    Megi birta fylla daga þína

    Skoða á apolloart 
  • Lífsins vegir

    Þeir eru stundum kræklóttir
    þessir lífsins vegir.
    Oft er vandratað.
    Stundum komumst við í ógöngur.
    Þegar vegurinn er beinn er allt svo auðvelt.

    Vertu vakandi og þú munt sjá
    að gull og gersemar leynast víða,
    fyrir þig að taka með þér.
    Sums staðar stráir þú gulli í þína leið,
    fyrir aðra að taka með sér.

    Megir þú sjá allt glitrandi gullið
    sem verður á vegi þínum.

    Skoða á apolloart 
  • Hringrás

    Laufin vaxa ekki öll á sama tíma.
    Þau falla ekki öll á sama tíma.
    Ætli laufin sem hanga fram í október ,
    sakni þeirra sem féllu í lok ágúst?

    Hringrásin svo falleg.
    Laufin sem falla.
    Sameinast jörðu
    og birtast í hverju nýju blómstri.

    Megir þú finna fegurðina í hringrás lífsins

    Skoða á apolloart