
Myndlistin
Kristín Berta Guðnadóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr nú í Hafnarfirði. Hún stundaði nám hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og myndlistarskólanum Myndmál sem rekinn var af Rúnu Gísladóttur myndlistarkonu. Auk þess hefur hún sótt námskeið í olíu málun hjá íslensku myndlistarfólki og lært arkýlmálun og blandaða tækni hjá erlendum kennurum.
Samhliða myndlistinni starfar Kristín Berta sem félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur við áfallameðferð á eigin stofu. Kristín er einnig lærður jógakennari og kennari í listsköpun með ásetningi. Árið 2020 stofnaði hún fyrirtækið Sálarlist þar sem hún kennir skapandi sjálfsrækt og blandar saman sköpun, jóga nidra og hugleiðslu.
Verk Kristínar Bertu eru til sölu og sýnis bæði hjá apolloart.is og Gallerínu Skólavörðustíg 20

Innblástur og sköpunarferlið
Málverk Kristínar Bertu eru fjölbreytt því lífið er alls konar. Innblástur að verkum hennar kemur helst úr íslenskri náttúru en einnig lífinu sjálfu í gegnum innra landslagi huga og tilfinninga. Hún vinnur með akrýlmálningu, vatnsliti og blandaða tækni, ásamt því að tvinna stundum saman ritmál og myndmál.
Akrýl verkin eru máluð lag ofan á lag og í undirlögum þeirra eru rituð skilaboð, orð eða ásetningur um jákvæða orku, umbreytingu eða frið sem verkir færir, sem þó sést ekki endilega í lokaútkomunni. Stundum verður þó til setning eða ljóðrænn texti sem fær að fylgja verkinu.
"Þegar ég nálgast nýtt verk hef ég sjaldan skýra hugmynd um hvað á að gerast. Þess í stað læt ég litina og formin leiða mig, hlusta á það sem málverkið vill segja og leyfi því að tala til mín á sínu tungumáli."
Þegar ritmál og myndmál mætast
Stundum eru myndirnar sem koma fram fullar af orku og lífi en stundum bera þær með sér mýkt og ró eins og þær hvísli leyndarmáli sem aðeins gaumgæfasti áhorfandi getur fundið fyrir.
"Á meðan ég vinn finn ég oft að ég dregst að ákveðnum orðum eða textabrotum sem virðast fanga kjarnann í því sem málverkið er að reyna að segja. Ég skrifa þau niður í minnisbók eða inn í málverkið sjálft og leyfi þeim að síast inn í verkið og orkuna í kringum mig. Þegar málverkinu er lokið sest ég niður með dagbókina mína, horfi á verkið og byrja að skrifa út frá því sem kemur til mín. Ef það er texti eða skilaboð með myndinni kemur hann alltaf áreynslulaust til mín. Hvert málverk segir sína sögu eða kemur með skilaboð og ef ekkert kemur til mín veit ég að litirnir og myndirnar vilja fá að standa ein og sér án texta.
-
Bjartari dagar
Skoða á apolloartEr það ekki dásemdin ein?
Þegar morgunsólin laumar sér inn í daginn
eftir snjóþungan vetur?
Himininn gylltur og fullur af von,
um bjartari daga.Megi birta fylla daga þína
-
Að hvíla og vera
Skoða á apolloartÍ logninu á milli vindhviða,
hægir lífið á sér.
Þar er yndislegt að hvíla og vera.
Þar má hlusta og heyra ákall hjartans.
Í kyrrðinni sem breytir ásýnd alls sem er."Megir þú finna kyrrð og heyra ákall hjartans"
-
Hringrás
Skoða á apolloartLaufin vaxa ekki öll á sama tíma.
Þau falla ekki öll á sama tíma.
Ætli laufin sem hanga fram í október ,
sakni þeirra sem féllu í lok ágúst?Hringrásin svo falleg.
Laufin sem falla.
Sameinast jörðu
og birtast í hverju nýju blómstri.Megir þú finna fegurðina í hringrás lífsins

Skuggaformin
Í mörgum verka Kristínar Bertu má finna skuggaform af trjám eða gróðri. Skuggarnir sem gróðurinn varpar frá sér eða útlínur þeirra eru þar innblásturinn.
Í lífinu forðast margir skuggahliðar sjálfsins en þar finnum við gjarnan mesta vöxtinn og þroskann ef við þorum að staldra við og horfa undir yfirborðið.
Vatnslitamyndir á viðarpanel
-
Skýjahula og djúp þrá
Vatnslitamynd 10 x 10
Vatnslitir á pappír, límt á viðar panel, varið með köldu vaxi.
-
Veður sem hreyfir við öllu
Vatnslitamynd 10 x 10
Vatnslitir á pappír, límt á viðar panel, varið með köldu vaxi.
-
Þegar haustið kom með nýja byrjun
Vatnslitamynd 10 x 10
Vatnslitir á pappír, límt á viðar panel, varið með köldu vaxi.