
Viltu prófa sálarlist?
- Viltu teikna og mála fyrir sálina?
- Viltu læra að skapa fyrir ferlið?
- Að skapa með hugleiðslum?
- Að skapa fyrir þig og þína vellíðan?
Mig langar að kynna þig fyrir sálarlistinni og bjóða þér á ókeypis frítt netnámskeið. Ég vona að það auðgi líf þitt að skapa á þennan hátt eins og það hefur gert fyrir mig. Þú þarft enga reynslu aðeins sköpunarþörf og sköpunarGLEÐI.

Sköpun
Að skapa er frábær leið til að kyrra hugann. Til þess að skapa í kyrrð þurfum vð mörg hver að læra að semja frið við innri gagnrýnandann og vinna með hugarfar gagnvart eigin sköpun. Ég legg áherslu á það á námskeiðum hjá Sálarlist að fólk læri að viðhalda tengingu við sköpunnarkraftinn með iðkun á einföldum skapandi æfingum og "dútli". Markmiðið með sálarlistinni er ekki að uppfylla fegurðarstaðla heldur halda sköpunarkraftinum lifandi og komast nær þeim nærandi og jákvæðu áhrifum sem sköpun getur haft. Ég legg áherslu á að fólk læri að blíðka innri gagnrýnandan svo hægt sé að skapa fyrir sálarheill og andlegt heilbrigði.

Málaðu með vinum
Þegar við sköpum með ásetningi getum við fléttað saman gamni og alvöru. Hér er stórskemmtilegur vinahópur á ferð sem tengist í gegnum yoga. Við máluðum í 3 klukkustundir á fallegum stað úti á landi. Ásetningurinn tengdist líkamanum og yogatímum sem hópurinn hefur verið í saman. Eftir stutta hugleiðslu máluðum við fæturnar á okkur á einfaldan hátt svo enginn þyrfti að óttast neitt og allir gætu tekið þátt. Mér finnst fátt skemmtilegra en að sjá andlit fólks ljóma við það að fá að mála og þennan dag heyrði ég ítrekað “þetta er svo gaman....ég hef ekki málað síðan ég var krakki”.

Málaðu fyrir sálina
Þegar ég fór að mála fyrir ferlið sjálft en ekki útkomuna þá gef ég mér oftar tíma til að mála eingöngu til þess að njóta. Bara til að sitja í kyrrð með liti. Það þýðir að það er engin krafa um að eitthvað stórkostlegt komi út úr því sem að ég skapa. En hvað er stórkostlegra en að skapa ró, kyrrð, frið og gleði með sjálfum sér?
Umsagnir
-
Gefandi og skemmtilegt að fá tækifæri til að skapa persónulega dagbók, fylla hana af draumum og ásetningi. Frábærlega hlý og gefandi kennsla. Namaste.
- Þóra Árnadóttir
-
Heilandi og nærandi námskeið. Frábær og reynslumikill kennari sem miðlaði efninu á góðan hátt. Mæli tvímælalaust með þessu námskeiði.
- Arna Björk Jónsdóttir
-
Námskeiðið var virkilega lærdómsríkt og skemmtilegt þar sem hugleiðslu og leik að málningu var fléttað saman í tveggja daga vinnu. Hópurinn var leiddur í hugleiðslu þar sem við áttum að finna innri röddina okkar og það sem hún hefur að segja okkur. Fyrir ferkantað fólk eins og mig sem lít inn á við eins sjaldan og ég kemst upp með þá var þetta pínulítið erfitt en óskaplega hollt og vakti mig til umhugsunar um það hvað ég er að gera í lífinu fyrir sjálfa mig og hverju ég mætti bæta við.
- Bergdís Björt Guðnadóttir, Röddin hið innra
-
Þetta var í einu orði sagt frábær helgi! Ég er ennþá núna tveimur vikum seinna að hugsa til baka og brosa. Fyrir mig var þetta “Súper fæða fyrir sálina”. Þetta var stórkostleg reynsla sem ég á eftir að lifa á lengi. Mér þykir svo vænt um og er svo stolt af málverkinu sem ég gerði á námskeiðinu. Öll táknin sem komu til mín í hugleiðslunni með Kristínu Bertu eru ýmist á yfirborðinu eða í öðrum lögum myndarinnar. Svo skemmtileg reynsla. Meiriháttar skemmtileg helgi með frábærum konum. Sannkölluð Súperfæða fyrir sálina, ég hefði ekki viljað missa af þessu.
- Sigrún Linda Karlsdóttir, Röddin hið innra