Sköpun
Sköpun er manninum eðlislæg. Sköpun er lífsorka og við sem manneskjur höfum öll sköpunarþörf sem við finnum farveg í gegnum ólíka miðla. Að skapa í gegnum myndlist er frábær leið til að mæta þessari þörf og tengjast þínu inna lífi. Til þess að skapa í kyrrð þurfum við mörg hver að læra að semja frið við innri gagnrýnandann og vinna með hugarfar gagnvart eigin sköpun. Á net-námskeiðum hjá Sálarlist er lögð áhersla á hugarfar og að þú lærir að viðhalda tengingu við sköpunarkraftinn með iðkun á einföldum skapandi æfingum. Markmiðið með sálarlistinni er ekki að uppfylla fegurðarstaðla heldur halda sköpunarkraftinum lifandi og komast nær þeim nærandi og jákvæðu áhrifum sem sköpun getur haft. Lagt er upp með að þú lærir smám saman að blíðka innri gagnrýnandann svo þú getir skapað í friði frá fjötrum hugans.
Málaðu fyrir ferlið
Að mála ferlið sjálft en ekki útkomuna gefur þér tækifæri til að njóta. Þú sleppir öllum kröfum um að búa til nytjahlut, málverk eða vöru. Tilgangurinn er eingöngu til að sitja í kyrrð með liti. Það þýðir að það er engin krafa um að eitthvað stórkostlegt komi út úr því sem að þú skapar. En hvað er stórkostlegra en að skapa ró, kyrrð, frið og gleði með sjálfum sér?
Hvað er í boði?
-
Fyrirlestrar
Hafa sambandKristín Berta stofnaði Sálarlist árið 2020. Þar tvinnar hún saman menntun sína á ólíkum sviðum og ástríðu fyrir sköpun. Hjá sálarlist er lögð áhersla á listsköpun, hugleiðslu og náttúrutengingu en einnig listina að lifa og vera skapari í eigin lífi. Undir hatti sálarlistar vinnur Kristín Berta sem klínískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur og starfrækir eigin stofu, en líka sem jóga nidra kennari, listakona, kennari í skapandi sjálfsrækt og núvitund. Kristín Berta hefur komið í fyrirtæki og á viðburði og haldið fyrirlestra um allt sem tengist hennar sérþekkingu og persónulega reynslu varðandi sorg og sorgarúrvinnslu.
-
Einkatímar
Sjá nánarKristín Berta er klínískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur og hefur sérhæft sig í að vinna með áföll, sjálfseflingu og streitustjórnun. Hún notar meðal annars aðferðir EMDR áfallavinnu, sköpun, núvitund og fjölskyldunálgun í vinnu sinni með einstaklingum. Kristín Berta hefur víðtæka reynslu í starfi og hefur frá 2006 starfað á sviði félagsþjónustu, heilbrigðis og barnaverndar.
Þá hefur Kristín Berta einnig boðið upp á einkatíma í jóga nidra djúpslökunar samtali.
-
Námskeið
Hafa sambandHjá Sálarlist býður Kristín Berta upp á netnámskeið og eða viðburði í Skapandi sjálfsrækt . Á námskeiðum tvinnar hún gjarnan saman fræðslu, hugleiðslu, núvitund, djúpslökun og sköpun. Skapandi sjálfrækt er í hnotskurn leið til að nýta sköpun til að kynnast sér á dýpri hátt, læra að þekkja tilfinningar sínar og finna þeim farveg í gegnum sköpun, tengjast náttúrinni, efla innsæi, iðka núvitund í gegnum sköpun og kveikja á sköpunarGLEÐINNI.
Hægt er að óska eftir skapandi sjálfsrækt fyrir vinnustaði og hópa.
Netnámskeið 2024
"Málað fyrir hjarta og sál" er hjarta allra námskeiða hjá Sálarlist. Í þessu 5 vikna netnámskeiði lærir þú að kveikja á sköpunarkraftinum, leika þér að mála fyrir ferlið án þess að hafa innri gagnrýnandann á öxlinni. Þú horfir á námskeiðið í þægindunum á eigin heimili en færð tækifæri til að fylgja öðrum sem taka námskeiðið á sama tíma og hitta Kristínu Bertu í netspjalli með hópnum einu sinni í viku eftir fyrstu vikuna.
Umsagnir um netnámskeið
-
Námskeiðið "Málað fyrir hjarta og sál" gaf mér sjálfstraust og meiri trú á sjálfri mér.
Það sem stendur upp úr er þessi aðkoma að listinni sem gaf mér hugrekki og leyfi til að prufa ýmislegt sem ég hef ekki prufað áður. Námskeiðið gaf mér sjálfstraust og meiri trú á sjálfri mér og nú þykir mér vænt um þær stundir sem ég á með sjálfri mér og listagyðjunni minni.
-Svava Brooks
Trauma recovery coach -
Ég datt niður á námskeiðið
"Málað fyrir hjarta og sál" á facebook.Námskeiðið kom eins og himnasending inn í líf mitt. Einföld og skemmtileg verkefni sem maður getur tvinnað inn í daglega líf sitt. Ég fann hvað smá listsköpun daglega hjálpaði mér að vera frjó í hugsun og lausnamiðaðri. Það er ekkert eins mikilvægt og að gefa sjálfum sér tíma þó að það séu bara 5 mínútur á dag og þetta námskeið kenndi mér það.
-Rakel Mjöll Guðmundsdóttir -
-
Ég á erfitt með að koma því á blað hvað stórt hlutverk þú átt í líðan minni í dag meðan ég skapa. En í dag, þegar mér dettur eitthvað í hug (myndefni aðferð til að prófa, nýir litir) þá er það ekkert mál. Ekkert stress um útkomuna, engin hræðsla við að draga línurnar, því þetta snýst allan tímann um ánægju
mína á meðan athöfnin á sér stað.- Elín Helgadóttir-
Umsagnir um staðnámskeið
-
Gefandi og skemmtilegt að fá tækifæri til að skapa persónulega dagbók, fylla hana af draumum og ásetningi. Frábærlega hlý og gefandi kennsla. Namaste.
- Þóra Árnadóttir
-
Heilandi og nærandi námskeið. Frábær og reynslumikill kennari sem miðlaði efninu á góðan hátt. Mæli tvímælalaust með þessu námskeiði.
- Arna Björk Jónsdóttir, Staðnámskeið: Draumadagbók
-
Námskeiðið var virkilega lærdómsríkt og skemmtilegt þar sem hugleiðslu og leik að málningu var fléttað saman í tveggja daga vinnu. Hópurinn var leiddur í hugleiðslu þar sem við áttum að finna innri röddina okkar og það sem hún hefur að segja okkur. Fyrir ferkantað fólk eins og mig sem lít inn á við eins sjaldan og ég kemst upp með þá var þetta pínulítið erfitt en óskaplega hollt og vakti mig til umhugsunar um það hvað ég er að gera í lífinu fyrir sjálfa mig og hverju ég mætti bæta við.
- Bergdís Björt Guðnadóttir, Staðnámskeið: Hin innri rödd
-
Þetta var í einu orði sagt frábær helgi! Ég er ennþá núna tveimur vikum seinna að hugsa til baka og brosa. Fyrir mig var þetta “Súper fæða fyrir sálina”. Þetta var stórkostleg reynsla sem ég á eftir að lifa á lengi. Mér þykir svo vænt um og er svo stolt af málverkinu sem ég gerði á námskeiðinu. Öll táknin sem komu til mín í hugleiðslunni með Kristínu Bertu eru ýmist á yfirborðinu eða í öðrum lögum myndarinnar. Svo skemmtileg reynsla. Meiriháttar skemmtileg helgi með frábærum konum. Sannkölluð Súperfæða fyrir sálina, ég hefði ekki viljað missa af þessu.
- Sigrún Linda Karlsdóttir, Staðnámskeið: Hin innri rödd