Sálarlist - Listin að lifa

Sjálfsstyrking - Fjölskyldunálgun - Áfallameðferð

-KRISTÍN BERTA GUÐNADÓTTIR-

Félagsráðgjafi- fjölskyldufræðingur- núvitundar og jógakennari - kennari í skapandi sjálfsrækt

EMDR áfallameðferð - sjálfsstyrking - streitustjórnun - sorgarúrvinnsla -

Einkaviðtöl

Kristín Berta hjá Sálarlist sinnir meðferðar og ráðgjafaviðtölum á eigin stofu.

Staðsetning: Fjarðargata 11 - 2. hæð 220 Hafnarfjörður

Kristín Berta hefur leyfi Landlæknis til reksturs heilbrigðisþjónustu og fjarþjónustu í samræmi við lög númer 47/2007. Fjarviðtöl fara fram í gegnum karaconnect.

salarlist@salarlist.is

s.6630574

Óska eftir tíma

Kristín Berta Guðnadóttir er menntaður félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur (MA). Hún er einnig jógakennari og kennari í listsköpun með ásetningi. Hún sinnir meðferðar -og ráðgjafaviðtölum á stofu fyrir einstaklinga 15 ára og eldri.

Kristín Berta stofnaði og rekur fyrirtækið Sálarlist þar sem hún leiðir námskeið í skapandi sjálfsrækt sem innheldur til dæmis djúpslökun/jóga nidra, núvitund, sjálfsþekkingu, streitustjórnun og listsköpun. 

Kristín Berta hefur starfað með fólki í gegnum álagstíma og áföll síðan hún útskrifaðist sem félagsráðgjafi árið 2006. Hún hefur víðtæka reynslu og hefur starfað á sviði barnaverndar, heilbrigðis- og félagsþjónustu frá árinu 2006.  Hún hefur meðal annars starfað hjá Barnavernd, BUGL og félagsþónustu. Þá starfaði Kristín Berta í nær 6 ár í Barnahúsi og sinnti áfallameðferð barna og unglinga sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og/eða likamlegu ofbeldi. Kristín Berta hefur einnig starfað hjá frjálsum félagasamtökum eins og Píeta samtökunum og starfar einn dag í viku sem verktaki hjá Berginu Headspace.

Félagsráðgjöf

Það er margt sem hefur áhrif á lífshamingju okkar og velferð. Félagsráðgjafar skoða líf einstaklinga út frá heildarsýn. Einstaklingur er hluti af fjölskyldu og samfélagi og gegnir mörgum hlutverkum í daglegu lífi. Sem dæmi getur manneskja verið móðir, yfirmaður á vinnustað, dóttir, systir, eiginkona, vinkona, samfélagsþegn og svo mætti lengi telja. Þess vegna er mikilvægt að skoða aðstæður manneskju út frá þeim hlutverkum sem hún gegnir, umhverfi, aðstæðum og tengslum við annað fólk. Í félagsráðgjöf er leitast við að finna og efla styrkleika einstaklings eða fjölskyldu til að hann eða fjölskyldan geti sem best tekist á við þær hindranir eða álag sem staðið er frammi fyrir. 

Hafa samband

Fjölskyldunálgun

Fjölskyldunálgun byggir á kenningum fjölskyldumeðferðar sem taka til greina þau áhrif sem fjölskyldan hefur í lífi einstaklinga. Þannig væri hægt að líta á fjölskylduna sem ákveðið kerfi og að hver og einn innan kerfisins verður fyrir áhrifum af öðrum innan þess. Sem dæmi um þetta er að ef einstaklingur í fjölskyldu lendir í áfalli eða veikist alvarlega hefur það áhrif á aðra fjölskyldumeðlimi.

Fjölskylda sem einstaklingur fæðist í er gjarnan kölluð upprunafjölskylda. Þau viðhorf og hefðir sem upprunafjölskyldan er mótuð af hefur, svo dæmi sé tekið, áhrif á einstakling sem er að takast á við það lífsverkefni að búa til sína eigin fjölskyldu.  Það er mikið þroskaverkefni að skoða og skilja gömul fjölskyldumynstur og hvernig þau hafa áhrif á lífið til góðs en einnig hverju við viljum breyta svo ekki þurfi að endurtaka óhjálpleg eða jafnvel skaðleg fjölskyldumynstur.

Kynslóðaarfurinn sem við höfum í farteskinu hefur mótandi áhrif á okkur og hvernig við sem einstaklingar eigum í samskiptum við aðra og í nánum samböndum. Þannig getur fjölskyldunálgun hjálpað okkur að skoða og verða meðvituð um hvernig upprunafjölskyldan hefur haft mótandi áhrif á okkur og samskiptamynstur okkar. 

Hafa samband

Hvað er EMDR?

EMDR er heildstæð sálfræðileg meðferð sem þróuð var til að vinna úr afleiðingum áfalla og streituvekjandi lífsreynslu. Meðferðin snýst um að vinna úr erfiðum minningum, hugsunum og tilfinningum. Nálgunin nýtir ýmsa þætti úr öðrum eldri og árangursríkum meðferðarformum eins og hugrænni atferlismeðferð. 

Fræðast meira um EMDR

Listsköpun í meðferð

Listsköpun hefur lengi verið notuð af fólki í ólíkum menningarheimum til að tjá tilfinningar, sefa og styrkja í sorg og vinna bug á streitu. Kristín Berta notar skapandi aðferðir í meðferð fyrir þá sem vilja prófa það. Hún hefur tekið ýmis námskeið í notkun listmeðferðar við áföllum og hvernig má flétta sköpun inn í önnur meðferðarform. Ásamt því hvetur hún til skapandi verkefna á milli tíma sem bjargráð við streitu, sorg eða kvíða fyrir einstaklinga sem það kjósa.

Viltu kynnast sálarlist?

Þekking og reynsla

Kristín Berta leitast við að efla stöðugt þekkingu sína með því að leita faghandleiðslu og sækja námskeið og ráðstefnur hérlendis sem erlendis. 

EMDR 1 og 2 /Roger Solomon
Trauma focused Cognitive Behavioral Therapy (TF_CBT) Training and Implementation/ -Monica Fitzgerald.
EMDR fyrir börn og Unglinga/ Renee Beer.
Attachment based family therapy
Working with Complex Trauma & Dissociation in EMDR: Treating Parts./Kathleen Martin
Advanced Cognitive Processing Therapy. Dr. Patricia Resick.
Gottman Method Couples therapy training, John and Julie Gottman
Þjálfunarnámskeið fyrir fagaðila um ADIS kvíðagreiningarviðtal.
Fagmenntun í undirstöðuatriðum PMT. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar.
Uppeldi sem virkar, leiðbeinendanámskeið hjá Þroska og hegðunarstöð.
Námskeið á BUGL um notkun K-SADS greiningarviðtala
Sensorymotor art therapy approach for trauma- Cornelia Elbrecht
Body based approaches and expressive arts therapy - Emily Johnson Welsh
Trauma informed expressive arts therapy- Advanced level two- Cathy Malchiodi
ArtKey: Use art to unlock more effective trauma narratives-Lisa Mitchell
EMDR Step by Step with insession Client Demonstration, Linda Gurran
Helping Anxious kids, Lynn Lyons
Talking  and drawing- Foundation course- Alison Beagley
Foundation course Anxiety disorders in Children & Adolexcents, Paul Focman
Mindfulness for Treating kids and Teens: Interventions for ADHD, Anxiety, Trauma,    Emotional reglulation and more, Christopher Eillard
Chronic Anxiety/Dave Carbonell
Finding meaning: The sixth stage of Grief- David Kessler
Jóganám og listsköpun með ásetningi:
Intentional creativity teacher- Shiloh Sophia
Jógakennarnám í Yogavin- Ásta Arnardóttir
Yoga for youth- námskeið haldið í Yoga shala
Level II teacher training Brahmani Yoga - Julie Martin 
Yoga Nidra teacher training- Matsyendra Saraswati
Yoga Nidra teacher training - Scott Moore