Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

Viltu kynnast sálarlistinni með fríu netnámskeiði?

Viltu kynnast sálarlistinni með fríu netnámskeiði?

Venjulegt verð 0 ISK
Venjulegt verð 5.790 ISK Söluverð 0 ISK
Útsala Uppselt

Frítt netnámskeið í gerð þakklætisblóms og lótusblóms með hugleiðslu. Þú færð að kynnast sálarlistinni í þægindunum á eigin heimili, sumarbústaðnum eða bara hvar sem er, þar sem þú ert með nettengingu!

Þú færð strax aðgang að námskeiðinu og getur hafist handa við sálarlistina þegar þér hentar á þínum hraða. Aðgangurinn rennur ekki út svo lengi sem sálarlist.is er til.

Mig langar að leyfa þér að upplifa:

  • Sköpun með hugleiðslu
  • Að skapa með ásetningi
  • Nærandi sköpun fyrir sálina
  • SköpunarGLEÐINA 

Sjáðu í smáatriðum hvernig ég vatnslita þakklætisblóm og skapaðu þitt  blóm eftir yndislega hugleiðslu þar sem þú  tekur á móti þakklæti.  

 

Skoða allar upplýsingar

Þakklætisblóm og hugleiðsla

FRÍTT stutt netnámskeið fyrir þig!

Upplifðu sálarlistina með mér í þægindunum heima hjá þér á þínum hraða.

Málaðu fyrir sálina!

Mig langar að kynna þig fyrir því sem ég kalla sálarlist. Listinni sem þú skapar fyrir þig til að njóta. Listinni þar sem þú leyfir þér að dútla og leika þér án þess að hugsa um að framleiða vöru, nytjahlut eða list til að hengja upp á vegg. Listinni sem þú skapar fyrir ferlið að skapa óháð útkomunni. Listinni sem þú notar sem skapandi sjálfsrækt, til að efla meðvitund þína og viðhalda sköpunarkraftinum.

Áhugi og þörfin til að skapa er allt sem þú þarft

Ertu skapandi vera og vilt finna nærandi leið til að fá útrás fyrir sköpunarkraftinn, efla innsæi þitt, meðvitund og tengingu við sjálfa þig í leiðinni? Að skapa með þessum hætti er sannkölluð sjálfsrækt. Þú þarft enga reynslu. Reynslumiklir njóta hugleiðslunnar og innblástursins og reynsluminni fá hér tækifæri til að sjá þakklætis og lótusblóm verða til á blaði frá upphafi til enda og geta prófað að fylgja leiðbeiningunum í myndböndunum.

Allir geta málað

Við fæðumst öll með þörf, getu og þrá til að skapa. Sálarlist er listin sem þú skapar fyrir þig til að njóta. Þar sem þú leyfir þér að leika þér án þess að hugsa um að framleiða vöru, nytjahlut eða list til að hengja upp á vegg. Sálarlist er listin sem þú notar sem skapandi sjálfsrækt og til að viðhalda sköpunarkraftinum.

Fáðu innblástur í gegnum sálarlistina

Manstu hvernig það var að skapa sem krakki bara til að leika sér og njóta?

Þegar þú skapar sálarlist kviknar á sköpunarkraftinum sem smitast yfir á aðra þætti lífisins. Þú verður meira skapandi alls staðar!

Hugleiðslur sem innihalda svokallaða "sjónsköpun" eða "visualization" eru dásamlegar til að örva ímyndunaraflið og tengjast þannig sköpunarkraftinum.

  • "Hugleiðslurnar hennar Kristínar Bertu eru alveg dásamlegar og svo gaman að fylgja þeim og upplifa allt sem kemur í gegnum þær"

  • "Þessi hugleiðsla á fría námskeiðinu kom eins og himnasending til mín! Ég hef fengið það skemmtilega verkefni að myndskreyta barnabók og núna síðustu daga þá hef ég alltaf byrjað á hugleiðslunni áður en ég hefst handa. þetta hefur hjálpað mér ótrúlega mikið við að komast í flæði og opna fyrir sköpunarkraftinn"

  • "Kristín Berta er yndisleg manneskja sem á auðvelt með að miðla til fólks og er einlæg og gefandi um reynslu sína og sköpun. Ég hef lært að trúa á sjálfa mig og mína sköpun"