Blómadútl í núvitund - NETNÁMSKEIÐ -
Blómadútl í núvitund - NETNÁMSKEIÐ -
Hefur þig lengi langað að teikna og mála en ekki leyft þér það vegna þess að þér finnst þú ekki kunna neitt?
Hefur þig langað til að tengjast þinni skapandi hlið en átt erfitt með að vita hvar þú átt að byrja?
Í þessu námskeiði færðu innblástur til að hefjast handa og ert leidd að rétta hugarfarinu til að byrja! Hér skapar þú nefnilega fyrir sálina og andann fremur en útkomuna!
Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt kitla sköpunarkraftinn og skapa fyrir vellíðan. Ef þú vilt finna ró og slökun í sköpunarferlinu án þess að leggja aðal áhersluna á að ná tökum á ákveðinni útkomu eða fegurð. Fegurðin er bara bónus þegar vel tekst til en sálarlistin snýst um að njóta sköpunargleðinnar og jákvæðra áhrifa hennar á andann!
Settu allar afsakanir til hliðar, slepptu tökunum á innri gagnrýnandanum og komdu í blómaferðalag með sálarlist! Það mega allir leika sér að mála og dútla! Það er einfaldlega hollt fyrir andann!
Þú þarft enga reynslu, aðeins sköpunargleði og sköpunarþrá!
Þú færð strax aðgang að námskeiðinu og getur hafist handa við sálarlistina þegar þér hentar á þínum hraða svo lengi sem þú ert með nettengingu. Aðgangur á þetta námskeið rennur ekki út svo lengi sem salarlist.is er til.
Blómadútl í núvitund
Málaðu fyrir sálina!
Ertu skapandi vera og vilt finna nærandi leið til að fá útrás fyrir sköpunarkraftinn, efla innsæi þitt, meðvitund og tengingu við sjálfa þig í leiðinni?
Að skapa með þessum hætti er sannkölluð sjálfsrækt.
Sálarlistin er til að njóta!
Sálarlistin er listin sem þú skapar fyrir þig til að njóta. Sköpun þar sem þú leyfir þér að dútla og leika þér án þess að hugsa um að framleiða vöru, nytjahlut eða list til að hengja upp á vegg. Listinni sem þú skapar fyrir ferlið að skapa óháð útkomunni.
Sköpunarkrafturinn býr í okkur öllum
"Það er dásamlegt að finna innblástur fyrir sköpun og lífsorkuna sem því fylgir."
Í námskeiðinu finnur þú...
- Umfjöllun yfir myndlistavörur sem þú getur notað til að skapa þitt blómadútl
- Leiddar núvitundaræfingar
- Yndislega leidda blóma hugleiðslu
- 13 myndbönd af skapandi æfingum sem sýna þér sköpun mismunandi blómadútls sem allir geta gert, frá upphafi til enda með áherslu á núvitundariðkun.
Hver er kennarinn?
Kristín Berta stofnaði Sálarlist árið 2020. Þar tvinnar hún saman menntun sína á ólíkum sviðum og ástríðu fyrir sköpun. Hjá sálarlist er lögð áhersla á listsköpun, hugleiðslu og náttúrutengingu en einnig listina að lifa og vera skapari í eigin lífi. Undir hatti sálarlistar vinnur Kristín Berta sem klínískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur og starfrækir eigin stofu, en líka jóga og jóga nidra kennari, listakona, kennari í skapandi sjálfsrækt og núvitund.
Blóm gera allt betra!
-
Stund til að njóta ...
Skapaðu stund með þér, litum og blómum og leyfðu listagyðjunni þinni að blómstra! Það þarf ekki allt að verða keppnis, það þarf ekki að hafa hæfileika og sálarlist er yndislegt og nærandi áhugamál.
-
Finndu núvitundina í sköpuninni...
Allir geta notið þess að iðka núvitund samhliða sköpun. Að skapa í kyrrð án kvaða um fullkomnun hefur róandi áhrif á taugakerfið.
-
Kveiktu á sköpunarkraftinum...
Að mála blómadútl í núvitund er dásamleg leið til að virkja og viðhalda tengingunni við sköpunarkraftinn. Kveiktu á neistanum og fáðu innblástur til að byrja!
Hvað hafa aðrir að segja um það að iðka sálarlist?
Ég var einu sinni feimin og fannst margt ljótt sem ég bjó til. En ekki lengur. Þessi list hjá þér gerir mig hamingjusama og er heilun fyrir mig. Þú gefur hugleiðslunum mikið með rólegu röddinni þinni. Þú nærð að róa allt kerfið í líkamanum. Sem er svo fallegt.
Kærar þakkir elsku Kristín Berta
-Sigrún Elísabet-
Ég hef komist nær sjálfri mér, finn meiri hugarró, hamingju og sátt með því að stunda sálarlist. Minn innri gagnrýnandi er ekki að flækjast fyrir mér því sálarlistin hefur kennt mér að hlusta frekar á innsæið og ferlið sjálft fremur en útkomuna.
-Særún Þorláksdóttir-
Það er svo mikið frelsi fólgið í því að sleppa sér lausri og leika sér með liti bara fyrir sjálfa mig og vera ekki að eltast við einhverja fullkomnun fyrir aðra.
-Guðný Pálína Sæmundsdóttir-
Ég hafði oft hlustað á hugleiðslur áður til að slaka á og róa taugarnar en aldrei hafði mér dottið í hug að gera það fyrir sköpun sem er jú algjör snilld. Í gegnum hugleiðslurnar koma til mín allskonar litir og form og ég verð tilbúnari í flæðið sem fylgir sköpuninni.
- Heiðrún Ósk Ölversdóttir-