Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

Blómadútl í núvitund - NETNÁMSKEIÐ -

Blómadútl í núvitund - NETNÁMSKEIÐ -

Venjulegt verð 17.970 ISK
Venjulegt verð Söluverð 17.970 ISK
Útsala Uppselt

Hefur þig lengi langað að setjast niður og teikna og mála en ekki leyft þér það vegna þess að þér finnst þú ekki kunna neitt?

Hefur þig langað til að tengjast þinni kreatívu hlið og tengjast náttúrunni og þínum innri kjarna í leiðinni? 

Í þessu námskeiði skapar þú einmitt til þess!

Þú skapar fyrir sálina!

Þetta námskeið er fyrir þig ef þú vilt skapa fyrir vellíðan og finna ró og slökun í sköpunarferlinu án þess að leggja aðal áhersluna á að ná tökum á ákveðinni útkomu eða fegurð.

Settu allar afsakanir til hliðar, slepptu tökunum á innri gagnrýnandanum og komdu í blómaferðalag með sálarlist! Það mega allir leika sér að mála og dútla!

Þú færð strax aðgang að námskeiðinu og getur hafist handa við sálarlistina þegar þér hentar á þínum hraða svo lengi sem þú ert með nettengingu. Aðgangur á þetta námskeið rennur ekki út svo lengi sem salarlist.is er til. Þú færð tölvupóst eftir kaupin með leiðbeiningum um hvernig þú býrð þér til aðgang og þar er námskeiðið þitt geymt (Undir námskeiðin mín á salarlist.is).   

Skoða allar upplýsingar

Blómadútl í núvitund

NETNÁMSKEIÐ á þínum hraða!

Upplifðu sálarlistina í þægindunum heima hjá þér þegar þér hentar á þessu yndislega blóma"dútls"

NET-námskeiði.

Málaðu fyrir sálina!

Ertu skapandi vera og vilt finna nærandi leið til að fá útrás fyrir sköpunarkraftinn, efla innsæi þitt, meðvitund og tengingu við sjálfa þig í leiðinni?

Að skapa með þessum hætti er sannkölluð sjálfsrækt.

Þú þarft enga reynslu!

Bara sköpunarþrá, sköpunargleði og tölvuna þína!

Sálarlistin er til að njóta!

Sálarlistin er listin sem þú skapar fyrir þig til að njóta. Sköpun þar sem þú leyfir þér að dútla og leika þér án þess að hugsa um að framleiða vöru, nytjahlut eða list til að hengja upp á vegg. Listinni sem þú skapar fyrir ferlið að skapa óháð útkomunni. Listin sem þú notar sem skapandi sjálfsrækt, til að efla meðvitund þína og viðhalda tengingu við sköpunarkraftinn.

Sköpunarkrafturinn býr í okkur öllum


"Það er dásamlegt að finna innblástur fyrir sköpun og lífsorkuna sem því fylgir."

Í námskeiðinu muntu kynnast því
hvernig þú getur iðkað núvitund með sköpun blómadútls, núvitundaræfinga, dagbókarskrifa og hugleiðslu. Þú leyfir innri listagyðjunni að leika sér og skapar fyrir ferlið fremur en útkomuna.

Þetta námskeið er hugsað sem innblástur fyrir þig og hvatning til að tengjast sjálfinu í gegnum það að þjálfa vakandi athygli með blómadútlinu. Þú leikur þér að skapa hin ýmsu blóm í æfingunum og getur fylgt myndböndum sem sýna nákvæmlega hvernig ég skapa mín frá upphafi til enda. 

Blóm gera allt betra  og þú vökvar blóm sálarinnar með því að búa  til stund með þér, dagbókinni þinni og blómalistinni þinni.

Það er svo best í heimi!

Hvað er í námskeiðinu?

Í námskeiðinu finnur þú:

 • Umfjöllun yfir myndlistavörur sem þú getur notað til að skapa þitt blómadútl
 • Leiddar núvitundaræfingar
 • Yndislega leidda blóma hugleiðslu
 • 12 sálarlistaæfingar í myndbandsformi sem sýna þér sköpun mismunandi blómadútls sem allir geta gert, frá upphafi til enda með áherslu á núvitundariðkun.
 • Hvatningu til að fara inná við með sköpuninni með dagbókarskrifum og hugleiðslu.
 • Áherslu á að njóta sköpunarferðalagsins.

Hver er kennarinn?

Kristín Berta stofnaði Sálarlist árið 2020. Þar tvinnar hún saman menntun sína á ólíkum sviðum og ástríðu fyrir sköpun. Hjá sálarlist er lögð áhersla á listsköpun, hugleiðslu og náttúrutengingu en einnig listina að lifa og vera skapari í eigin lífi. Undir hatti sálarlistar vinnur Kristín Berta sem klínískur félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur og starfrækir eigin stofu, en líka sem jóga nidra kennari, listakona, kennari í skapandi sjálfsrækt og núvitund. Kristín Berta hefur komið í fyrirtæki og á viðburði og haldið fyrirlestra um allt sem tengist hennar sérþekkingu og persónulega reynslu varðandi sorg og sorgarúrvinnslu.

Æfðu þig að leiða hugann...

Manstu hvernig það var að skapa sem krakki bara til að leika sér og njóta? Að vera fullkomlega í núinu og gleyma sér!

Námskeiðið inniheldur blóma hugleiðslu sem er dásamleg til að örva ímyndunaraflið og tengjast þannig sköpunarkraftinum enn betur.

Einnig finnur þú núvitundaræfingar sem þú getur notað hvernær sem er til að stilla hugann þegar þú byrjar að skapa.

Á námskeiðinu er hver æfing hugsuð til að hvetja þig til að fara innávið og þjálfa vakandi athygli.

Kaupa þetta námskeið
 • Stund með þér ...

  Leyfðu þér að skapa stund með þér litum og blómum og leyfa listagyðjunni þinni að blómstra!

 • Finndu núvitundina í sköpuninni...

  Allir geta notið þess að iðka núvitund samhliða sköpun.

 • Kveiktu á sköpunarkraftinum...

  Að mála blómadútl í núvitund er dásamleg leið til að virkja tenginguna við sköpunarkraftinn.

Kíktu inn í námskeiðið í þessu myndbandi hér...