Sálarlist
Jóga nidra djúpslökun 26. febrúar
Jóga nidra djúpslökun 26. febrúar
Venjulegt verð
3,500 ISK
Venjulegt verð
Söluverð
3,500 ISK
Einingaverð
á
Ekki tókst að hlaða framboði á afhendingum
Stakur tími í jóga nidra!
Vertu hjartanlega velkomin/n!
Komdu í þægilegum fötum- dýnur og teppi eru á staðnum en þú gætir viljað hafa með þér auka teppi eða uppáhalds koddann.
Hvenær:
MIÐVIKUDAGUR - 26. febrúar kl: 17:00
Hvar:
Rauðagerði 25 (Hægra megin við hliðina á tónlistaskólanum)
Jóga nidra er í senn æfing í djúpslökun og hugleiðslu. Líkaminn slakar á og kennarinn leiðir vitundina inn á við þegar þú hlustar á leiðbeiningar hans, svipað og í leiddri hugleiðslu. Það eina sem þú þarft að gera er að koma þér þægilega fyrir í liggjandi stöðu.
Í jóga nidra er meðvitundin milli svefns og vöku. Í ástandinu þar sem okkur er kannski farið að dreyma en við heyrum samt ennþá í umhverfinu. Það er fullkomið ástand til að nema eitthvað nýtt, búa til nýjar taugabrautir og brjóta gamlar venjur.
Sumir sem koma í yoga nidra sofna í fyrstu skiptin og það er fullkomlega í lagi. Stundum þarf maður bara auka klukkutíma til að sofa. Markmiðið hjá þeim sem stunda jóga nidra reglulega er hins vegar að þjálfa meðvitundina með vakandi athygli í þessu ástandi. Út úr því er hægt að fá djúpa nærandi hvíld sem sagt er að geti jafnast á við 4 klukkustunda svefn.
Kristín Berta er lærður jóga kennari og jóga nidra kennari, fjölkyldufræðingur og klínískur félagsráðgjafi með sérhæfingu í vinnu með áföll.
