Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

Málað fyrir hjarta og sál 2025- Við byrjum 23.október

Málað fyrir hjarta og sál 2025- Við byrjum 23.október

Venjulegt verð 29,970 ISK
Venjulegt verð Söluverð 29,970 ISK
Útsala Uppselt

Hjartanærandi listsköpun í 5 vikur!          

Netnámskeið sem þú vilt ekki missa af!

Hjartanærandi listsköpun á 5 vikna netnámskeiði með Kristínu Bertu listakonu, kennara í skapandi sjálfsrækt, félagsráðgjafa og jógakennara. Námskeiðið er á netinu og þú getur tekið þátt heiman frá þér eða hvar sem þú ert með nettengingu, þegar það hentar þér best á tímabilinu 23. október – 28. nóvember 2025.   

Á þessu yndis námskeiði lærir þú leiðir til að mála og teikna fyrir hjarta og sál, tengjast sköpunarkraftinum sem hefur alltaf búið innra með þér og efla jákvætt hugarfar tengt eigin listsköpun.

Hvað er innifalið?

- Hugleiðslur, Skapandi æfingar og fræðsla í myndböndum á lokuðu kennslusvæði

- Tækifæri til að koma í zoom spjall með leiðbeinanda og öðrum þátttakendum klukkustund í hverri viku þær vikur sem námskeiðið stendur. 

-Lokaður facebook hópur með öðrum sem eru á námskeiðinu á sama tíma á meðan á námskeiði stendur sem lokar þegar námskeiði lýkur.

-Aðgang að námskeiðsefni til 26. febrúar eða í 3 mánuði eftir að námskeiði lýkur. 

 

Skoða allar upplýsingar

Viltu læra að skapa í friði og til að njóta? Án þess að hafa innri gagnrýnandann stöðugt á öxlinni?

Viltu læra að elska ferlið og allt sem sköpunarkrafturinn hefur upp á að bjóða fyrir hjarta og sál án þess að útkoman trufli þig?

Á þessu námskeiði tekur þú skref í átt að því að semja frið við innri gagnrýnandann og temja þér jákvætt hugarfar tengt því sem þú skapar. Þú æfir þig í að fara úr hausnum og inn í hjartað í listksköpuninni og mála fyrir ánægjuna og ferlið fremur en útkomuna.

Þú færð verkefni sem eru til þess fallin að nota listsköpun til að tengjast sjálfri þér og innsæinu á dýpri hátt, kveikja á sköpunarkraftinum og vinna gegn streitu.

Við notum hugleiðslur, sjónsköpun og núvitund samhliða léttum skapandi verkefnunum sem þú getur unnið við eldhúsborðið heima hjá þér þar sem málað er út frá innsæi eða með ásetningi.

Þetta námskeið er fyrir þig ef ....

Ef þú þráir að að leysa sköpunarkraftinn úr læðingi og mála, teikna og njóta óháð því hvort þú hafir stundað það áður eða ekki.

Ef þú vilt gefa sköpunarkraftinum meira pláss í lífi þínu og ert tilbúnin til að læra að mála fyrir ánægjuna og ferlið en ekki tækni eða útkomu.

Ef þú vilt tengjast þér betur og trúir að listsköpun geti haft áhrif á persónulegan vöxt og andlegt heilbrigði.

Þetta námskeið er EKKI fyrir þig ef ..

Ef þú ert að leita að tæknilegri myndlistarkennslu eða vilt læra að teikna í réttum hlutföllum.

Ef þú hefur enga tölvukunnáttu eða hefur ekki þolinmæði fyrir tölvutækninni. (faceobook, zoom ofl.).

Ef þú ert ekki tilbúin að gefa þér tíma.

Ef þú vilt eingöngu skapa fallega list sem þú getur hengt upp á vegg.

Fyrirkomulag

MYNDBÖND

Námskeiðið fer fram á netinu og er hýst á salarlist.is. Þar er allt kennsluefni í myndbandsformi og við kaup býrðu til aðgang og lykilorð að kennslusvæðinu.

LOKAÐUR FACEBOOK HÓPUR

VIÐ KAUP GETURÐU STRAX OPNAÐ UPPLÝSINGAR UM ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT FYRIR NÁMSKEIÐIÐ. Fyrsta vikan, vika 0 opnast síðan 23. okt en hinar opnast svo viku fyrir viku. Facebook hópur verður opnaður fyrir þátttakendur daginn sem námskeiðið hefst formlega eða 23. október og verður opinn á meðan á námskeiðinu stendur. Þar mun Kristín Berta hvetja þátttakendur áfram og þar er færi á að spjalla við aðra sem eru líka á námskeiðinu á sama tíma og deila æfingum og æfa hugrekkið og hugarfarið.

LISTAGYÐJUSPJALL Á ZOOM

Ein klukkustund í hverri viku verður helguð Listagyðjuspjalli(muse) sem fram fer á zoom kl: 20:00 á mánudögum. Í listagyðjspjallinu gefst tækifæri á að spjalla um allt sem tengist námskeiðinu, sköpun eða myndlistavörum, spyrja Kristínu Bertu spurninga og hitta aðrar skapandi konur. Spjallið er tekið upp svo þú missir ekki af neinu ef þú getur ekki mætt.

HAPPDRÆTTI

Í síðustu vikunni verður uppskeruhátíð í listagyðjuspjallinu og þá verður dregið í happdrætti. Nöfn allra þátttakenda verða í pottinum. Vinningar tengjast myndlistavörum og sálarlist. Ef þú kemst ekki í Listagyðjuspjallið geturðu alltaf horft á upptöku eftir á sem verður sett inn á kennslusvæðið.

UMFANG

Í hverri viku fyrir sig ræður þú hvenær þú sest niður og horfir á myndböndin og gerir skapandi verkefnin. Æskilegt er að hafa tíma sem nemur ca 1- 2 góðum kvöldstundum eða einum heilum degi (td. lau eða sun) til að sinna námskeiðinu. Tími og umfang fara líka eftir hversu djúpt þú vilt fara í verkefnin og hvaða myndlistavörur þú notar. T.d. er fljótlegra að nota vatnsliti eða vatnslitatréliti en akrýlmálningu. Engin krafa er gerð um að þú klárir verkefnin eða gerir þau í "réttri röð" eða gerir þau yfir höfuð en þú færð auðvitað mest út úr námskeiðinu við að taka virkan þátt. Það er iðkunin sjálf sem fær þig til að kveikja á sköpunarkraftinum.

AÐGANGUR

Þú hefur aðgang að námskeiðinu í 3 heila mánuði eftir að námskeiðinu lýkur svo þú hefur nægan tíma til að fara yfir allt efnið og ættir ekki að missa af neinu.

Námskeiði lýkur að fullu þann, 26. febrúar 2025 og þá lokast fyrir aðganginn þinn að námskeiðinu.

  • VIð málum frá hjartanu

    Þegar við lærum að mála frá hjartanu og fara út úr hausnum njótum við ferlisins á dýpri hátt.

  • Við gerum innsæis mandölur

    Dásamleg leið til sjálfræktar og til að tengjast sér og sínu innsæi.

  • VIð róum innri gagnrýnandann

    Öll verkefnin eru til þess fallin að róa, vingast við, sefa og leika svolítið á innri gagnrýnandann svo hann hafi ekki alveg roð í okkur:)

Leiðbeinandi á námskeiðinu

Kristín Berta er listakona, kennari í skapandi sjálfsrækt og núvitund, félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og jógakennari. Hún hefur unnið markvisst í eigin viðhorfum til sköpunnar eftir að hafa dottið í allar gildrur hugans sjálf í sinni vegferð. Hún hefur kynnst sköpunarkraftinum sem mögnuðum lífskrafti í sorg og sjálfsvinnu og hefur öðlast hugrekki til að skapa í meira frelsi frá innri gagnrýnandum. Á þessu námskeiði deilir hún á einlægan hátt því sem hún hefur lært í lífi og starfi sem manneskja, listakona og meðferðaraðili og hjálpar þátttakendum að byrja að elska listsköpunarferlið fremur en útkomuna, sýna sér mildi í sköpuninni og nálgast sköpunarkraftinn sem leið til að tengjast sjálfum sér!

VIltu vita meira um söguna hennar?
  • Svava Brooks

    Námskeiðið "Málað fyrir hjarta og sál" gaf mér sjálfstraust og meiri trú á sjálfri mér

    Það sem stendur upp úr er þessi aðkoma að listinni sem gaf mér hugrekki og leyfi til að prufa ýmislegt sem ég hef ekki prufað áður. Námskeiðið gaf mér sjálfstraust og meiri trú á sjálfri mér og nú þykir mér vænt um þær stundir sem ég á með sjálfri mér og listagyðjunni minni.

  • Rakel Mjöll Guðmundsdóttir

    Ég datt niður á námskeiðið
    "Málað fyrir hjarta og sál"
    á facebook.

    Námskeiðið kom eins og himnasending inn í líf mitt. Einföld og skemmtileg verkefni sem maður getur tvinnað inn í daglega líf sitt. Ég fann hvað smá listsköpun daglega hjálpaði mér að vera frjó í hugsun og lausnamiðaðri. Það er ekkert eins mikilvægt og að gefa sjálfum sér tíma þó að það séu bara 5 mínútur á dag og þetta námskeið kenndi mér það. Takk fyrir mig.

  • Elín Helgadóttir

    Ég á erfitt með að koma því á blað hvað stórt hlutverk þú átt í líðan minni í dag meðan ég skapa. En í dag, þegar mér dettur eitthvað í hug (myndefni aðferð til að prófa, nýir litir) þá er það ekkert mál. Ekkert stress um útkomuna, engin hræðsla við að draga línurnar, því þetta snýst allan tímann um ánægju mína á meðan athöfnin á sér stað.

  • Sigrún Linda

    Það var svo gaman að horfa á myndböndin þín. Þau
    voru svo skapandi! Gott að geta horft á sínum tíma. Svo var þetta svo fjölbreytt, bæði myndbönd með verkefnum, hugleiðslurnar, fyrirlestrarnir og zoom listagyðjuspallið. Það var líka svo gaman að vera samferða öðrum konum í facebook hópnum og sjá allar fallegu myndirnar sem voru að fæðast hverju sinni. Líka að upplifa að maður er ekki einn, það eru svo margir sem hugsa svipað og ég. Ég mæli með þessu námskeiði fyrir allar konur sem vilja lækka í innri gagnrýnandunum, tengjast listagyðjunni og hafa gaman af að prófa sig áfram með eitthvað nýtt, hvort sem viðkomandi er með reynslu eða ekki. Ég hef t.d. málað og teiknað mjög mikið síðustu 10 ár eða svo, en þetta dásamlega námskeið sem þú lagðir greinilega hjarta og sál í, hjálpaði mér að hugsa út fyrir boxið, vera frjálslegri í sköpuninni og mála út frá hjartanu og í flæði.

  • Erla Kristinsdóttir

    Umræðan um innri gagnrýnandann hafði mest áhrif á mig. Ég uppgötvaði að ég sjálf er stærsta hindrunin og ég leyfi mér ekki að gera allt það sem mig langar til að gera í sköpuninni. Í heild sinni er þetta mjög gott námskeið og mjög vel sett upp. Mjög fræðandi og vakti mig til mikillar umhugsunar. Orðin þín hafa hjálpað mér mikið við að komast
    úr þessum fjötrum. Ég er farin að trúa því að ég megi gera það sem veitir mér gleði og það er heilmikil framför.
    Þú geislar af innra jafnvægi og ró sem skilaði sér vel til mín. Myndböndin eru vel unnin og þú ert með mjög þægilega rödd sem er gott að hlusta á. Mér finnst öll vinnan við allt hjá þér í toppklassa. Gef þessu námskeiði toppeinkunn eða A+

  • Guðrún Sigurðardóttir

    Dásamlegt námskeið með enn dásamlegri kennara, Kristínu Bertu, sem var vakin og sofin yfir nemendum sínum og hélt svo fallega utan um hópinn. Við vorum hvattar mjúklega og af mikilli nærgætni áfram sálarlistarveginn, gegnum hugleiðslu, með ráðleggingum
    um allskonar efnisval, með videóverkefnum og bónusverkefnum og hvattar til ađ vera alveg óhræddar. Síðast en ekki síst með því ađ gefa okkur innsýn í hennar
    líf og list og skrefin sem hún hefur þurft ađ taka sjálf til að komast à þann stað sem hún er á. Hvet alla til ađ prófa þetta yndislega námskeið.

Enn fleiri umsagnir...

"Haltu áfram að hjálpa fleirum eins og mér að tjá sig með listinni! Þú ert frábær! Takk!."

...

Námskeiðið er hvetjandi og gefandi. Orka Kristínar Bertu er einstök. Á sama tíma og ekki er verið að leggja áherslu á tækni eða útkomuna hef ég samt lært meiri tækni en ég hef áður gert á td. vatnslita námskeiðum.

....

"Kærar þakkir fyrir þetta námskeið kæra Kristín Berta. Þú ert yndislegur kennari og gleðin þín og ástríða fyrir listsköpun og að hjálpa fólki skín í gegnum allt sem þú deildir með okkur á þessu námskeið. Ég vil endilega koma og prufa eitthvað meira hjá þér í framtíðinni. "

...

Ég fann námskeiðið fyrir tilviljun og vissi ekki alveg út í hvað ég var að fara. Þvílík heppni! Er komin með
málunaraðstöðu, held að ég sé komin yfir nokkrar hindranir og búin að finna
gleðina aftur sem felst í því að mála og leika með liti. Ég hef notið góðs af
því að fylgjast með zoomspjallinu. Ég elskaði að mála og teikna sem barn. Hef oft ætlað að byrja aftur en
þröskuldarnir voru margir. Kennarinn Kristín Berta hefur einstaka hæfileika til að miðla og leiða okkur áfram. Ég hef hlustað á fyrirlestrana og þar er allt. Praktískar leiðbeiningar, einlægni, hvatning, ró, elskulegheit, viska og sannfæring."

...

"Ég á erfitt með að koma í orð það sem þetta námskeið hefur gefið mér og eflaust á ég eftir að taka mér meiri tíma í að melta það. Það sem ég hef lært af Kristínu Bertu sem og öðrum á námskeiðinu er hreint út sagt ómetanlegt. Ég hef náð að aftengja gamla ósiði og jafnvel víkkað
áhugasviðið lengra en mig hefði getað grunað að væri hægt."

...

"Best var að finna hvernig sköpunarþörfin óx með hverju verkefni og opnaði augun fyrir nýjum
aðferðum við gleðina."

...

"Góðar leiðbeiningar, einlæg hvatning
frá leiðbeinanda og gaman að finna gleðina og hugrekkið koma með hverju verkefni. Ný nálgun á núvitund. Gef þessu námskeiði mín bestu meðmæli."

...

"Ég mæli með þessu námskeiði heilshugar og hefði ekki getað óskað mér betra skipulag, betra efni hvað þá betri og yndislegir manneskju til að kenna það. Kristin Berta er alveg yndisleg. Hún virðist getað tengt við tilfinningar þeirra sem eru að byrja og birtist alveg á réttum augnablikum með hughreystingu og innsýn sem hjálpar manni þegar maður hefði
kannski gefist upp. Þetta námskeið hefur verið mér persónulega ómetanlegt. Nú hlakka ég til að gera meira og er frekar döpur yfir því að námskeiðið sé búið."

...

"Þakklæti til þín er mér efst í huga og fyrir að fá að kynnast Sálarlist. Ég á eftir að sitja um að komast á námskeið hjá þessu fyrirtæki þínu. Ég mun klárlega taka þetta námskeið aftur ef innri
gagnrýnandinn á eftir að gera vart við sig á ný og vera til trafala fyrir mig."

...

"Að geta kennt fólki að tengjast innri listagyðjunni sinni er ekki auðvelt verk en fyrir Kristínu Bertu var það eins og að anda lofti, þannig líður mér allavega. Námskeiðið fannst mér alveg frábært og er frekar súr að það sé búið, hef oft reynt að læra að tengjast betur en þetta er í fyrsta skiptið sem það virkar. Námskeiðið færði mér betri þekkingu á sjálfri
mér sem listagyðju og mun ég eiga mun auðveldara með að grípa í penslana, pennana eða litina hér eftir. Takk innilega fyrir mig og fyrir að vera með þetta námskeið, mun pottþétt hafa áhuga á að koma til þín aftur."

...

"Ég rakst á þettanámskeið fyrir tilviljun og hef aldrei málað áður. Tók eiginlega upp þráðinn frá því ég var c.a. 8 ára og er þar enn og það er bara allt í lagi. Núna á ég málningu og pappír og leik mér með litina og hef gagn og gaman að. Hugleiðslurnar voru mjög góðar og einhversstaðar kom fram að námskeiðið væri
meira um að taka til í hugsununum/hausnum heldur en að læra tækni við að mála og það er kannski besta lýsingin. Kristín Berta, þakka þér fyrir þetta námskeið.
Viðhorf þín eru svo skemmtileg og framkoma þín er hlý og gefandi."

...

"Námskeiðið er mjög skemmtilegt og get mælt með því við aðra, og séstaklega ef maður hefur einhverntíman skapað og vill finna sig aftur í því. Ég hef gefið mér meiri tíma til að vera með mér. Ég hef lært að það þarf ekki allt að vera fullkomið. Stundum er í lagi að gera ekki alltaf fyrirfram ákveðna mynd. Hef farið á námsskeið og er þá alltaf fyrirfram ákveðin niðurstaða og stundum eins og allt eigi að vera eins og kennarinn sér það, vantaði þetta að mega gera bara eitthvað. Takk kærlega fyrir!"

...

" Elsku Kristín Berta, hjartans þakkir fyrir námskeiðið. Þú ert frábær kennari. Geislandi af ástríðu og sköpunarkrafti, einlæg og telur í okkur kjark til að leika okkur og prófa. Finna barnið í okkur. Verkefnin voru öll skemmtileg - sum meiri áskorun en önnur. Ég á örugglega eftir að halda áfram að leika mér með mörg þeirra áfram eins og sjálfsmynd með tvisti, litlar mandölur og setningar í kringum þær. Takk fyrir!"

...

"Gef þessu námskeiði 5 stjörnur! Hef ekki stundað listasköpun í yfir 30 ár og vissi ekki hversu mikla gleði og ró ég gæti fundið í því að dúlla mér við að teikna og mála. Kristín Berta opnaði fyrir mér nýjan heim, sem kom á réttum tíma fyrir mig. Er á krossgötum í lífinu og með þessu námskeiði er ég nú komin með annað
verkfæri í kassann til að hlúa að huga, hjarta og sál. Með kærleika og
hvatningu frá Kristín Bertu lærði ég bæði um listir og þær mörgu aðferðir sem hægt er að nota til að njóta þess að skapa list. Hún fer listilega að því
hvetja þátttakendur í að yfirstíga gamlar hömlur og prufa sig áfram. Ef þú ert að leita að nýrri vídd í lífið - þá mæli ég heilshugar með þessu námskeiði. Takk fyrir mig Kristín Berta! Þetta var stór gjöf fyrir mig og mitt líf."

Vertu með!

Ég er að springa úr spenningi fyrir því að fá að leiða þig í gegnum þessar vikur. Það er það allra skemmtilegasta sem ég veit að fá að vera í lifandi samfélagi þar sem allir eru að skapa sálarlistina sína og vekja og næra sköpunarkraftinn.

Þennan kraft sem býr í hverju einasta mannshjarta!

Ég vona svo sannarlega að ég fái að kynnast þér og að þú sért tilbúin að gefa þér þá gjöf að leyfa þér  að  tengjast sköpunarkraftinum sem býr innra með þér!

Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband hér: salarlist@salarlist.is

Með einlægri kveðju

Kristín Berta

Kaupa þetta námskeið